Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 08:31 Seðlabankinn hefur verið undir verulegum þrýstingi að lækka vexti þrátt fyrir að verðbógla mælist viðvarandi há. Vísir/Vilhelm Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira