KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:24 KR og Grótta hafa verið í samstarfi í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna undanfarin ár. Vísir/Samsett KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann. Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann.
Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti