Íslenski boltinn

Nik eftir veisluna í Laugar­dal: Viljum halda pressunni á Val

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Nik í leik kvöldsins.
Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink

Nik Chamberlain var að vonum ánægður með sínar konur eftir leik kvöldsins en lið hans, Breiðablik, vann frábæran 4-2 útisigur á fyrrverandi liði hans, Þrótti Reykjavík, í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

„Við áttum frábæran leik. Þetta var besti leikurinn okkar í sumar sem er mjög ánægjulegt eftir vonbrigðin á föstudaginn. Þetta var einn mikilvægasti leikurinn sem við spilum í sumar, mögulega voru mörkin sem við fengum á okkur óþarfi en í heildina gerðum við mjög vel.“

„Við hefðum átt að skora mun fleiri mörk en þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk þá hefðum við auðveldlega getað skorað sjö eða átta mörk“.

Samantha Smith átti frábæran leik á hægri kantinum. Nik er mjög ánægður með hvernig hún er að koma inn í liðið.

„Þetta er ástæðan fyrir því að við fengum hana til liðs við okkur. Við sáum möguleikan á að fá leikmann til þess að bæta ákveðnum hlutum við liðið. Hún gerði nákvæmlega það sem við vildum að hún myndi gera í kvöld. Hún var algerlega frábær.“

Breiðablik er í harðri baráttu um íslandsmeistaratitilinn við Valskonur sem halda sínu litla forskoti eftir leikinn í kvöld.

„Það var mikilvægt að klára þennan leik því við Nik eftir veisluna í Laugar­dal: Viljum halda pressunni á Val, mér fannst leikurinn prúðmannlega leikinn fyrir utan að það hefði átt að vera gult spjald strax á fjórðu mínútu. Ég bara held að bæði liðin hafi viljað spila góðann fótbolta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×