Færu sömu leið og Blikar en á gjörólíka endastöð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Viktor Örlygur Andrason og félagar í Víkingi spila afar mikilvæga leiki við Santa Coloma í dag og eftir viku. vísir/Diego Víkingar freista þess í Víkinni í kvöld, og í Andorra eftir viku, að tryggja sér meira en hálfan milljarð króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð við Chelsea og Fiorentina. Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson). Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson).
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira