Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 22:31 Silja segir alla vatnssérfræðinga Veitna við vinnu. Þeir vinni hörðum höndum að því að laga alla leka svo hægt sé að koma heitu vatni á hjá öllum á ný. Aðsend og Vísir/Vilhelm Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá. Opnað var fyrir heita vatnið aftur í morgun og átti það að vera komið á öll hverfi með eðlilegum þrýstingi um hádegisbil í dag. Frá þeim tíma hafa þó komið upp lekar víða um svæðið og hafa Veitur þurft að skrúfa fyrir heitt vatnið á þeim stöðum. Vegna þess eru einhver heimili við þá staði án heits vatns. „Þetta gekk vel en eins og við bjuggumst við þá hafa komið upp lekar. Þeir eru minniháttar og eru á afmörkuðum svæðum.“ Hún segir þessi svæði mjög dreifð en nefnir sem dæmi svæði í kringum Ásbúð í Garðabæ og Fagrahjalla í Kópavogi. „Það er ein gata hér og þar og við höfum ekki tök á því að tilkynna það til íbúa. Við erum að vinna í þessu,“ segir Silja og að ef það hafi komið upp leki í götu þurfi þau að loka fyrir vatnið að húsunum. „Þetta vinnst smám saman.“ Hún segir gott fyrir fólk að hafa samband í bilanasíma Veitna í 516 6161 ef ekki er nægilega mikill þrýstingur hjá fólki. Það geti ýmislegt valdið og það sé einnig hægt að fræðast um það á heimasíðu Veitna um hvað geti valdið bilun. Lítill þrýstingur þýði ekki endilega að það sé leki, það geti annað valdið því. „Það geta til dæmis verið síurnar og það er gott að hringja í neyðarsímann,“ segir Silja. Skipulagðar vaktir í viðbragð Hún segir að þau hafi tekið á móti töluverðum fjölda símtala í neyðarsímann á meðan þessum aðgerðum stendur. Þau hafi búist við því og það hafi verið vel skipulagt viðbragð. Það sé fólk á vöktum í viðbragði og verði það næstu daga. „Ef það byrjar að leka þá þarf að stoppa lekann. Þá er skrúfað niður á einhverju ákveðnu svæði og þá getur það haft áhrif á nokkur hús á því svæði. Þegar fólk verður vart við leka þá tilkynnir það til okkar og við sendum viðbragðsaðila á staðinn. Við vorum tilbúin fyrir þetta en þetta tekur allt sinn tíma. Að gera við. Að grafa niður, opna og gera við. Þetta er víða og þetta mun vinnast smám saman. Það mun koma aftur á. Allt okkar fólk sem er sérfræðingar í vatninu er úti að vinna g verður það næstu daga. Það eru skipulagðar vaktir í því.“ Silja segir íbúa hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og skilning á meðan þessu stóð. „Við erum mjög ánægð hvað fólk hefur tekið þessu vel og viljum skila þakklæti til íbúa fyrir góðan skilning og samstarf. Þetta er framkvæmd fyrir okkur öll.“ Vatn Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. 20. ágúst 2024 21:35 Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun 20. ágúst 2024 20:31 Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. 20. ágúst 2024 19:21 Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. 20. ágúst 2024 19:09 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. 20. ágúst 2024 00:15 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Opnað var fyrir heita vatnið aftur í morgun og átti það að vera komið á öll hverfi með eðlilegum þrýstingi um hádegisbil í dag. Frá þeim tíma hafa þó komið upp lekar víða um svæðið og hafa Veitur þurft að skrúfa fyrir heitt vatnið á þeim stöðum. Vegna þess eru einhver heimili við þá staði án heits vatns. „Þetta gekk vel en eins og við bjuggumst við þá hafa komið upp lekar. Þeir eru minniháttar og eru á afmörkuðum svæðum.“ Hún segir þessi svæði mjög dreifð en nefnir sem dæmi svæði í kringum Ásbúð í Garðabæ og Fagrahjalla í Kópavogi. „Það er ein gata hér og þar og við höfum ekki tök á því að tilkynna það til íbúa. Við erum að vinna í þessu,“ segir Silja og að ef það hafi komið upp leki í götu þurfi þau að loka fyrir vatnið að húsunum. „Þetta vinnst smám saman.“ Hún segir gott fyrir fólk að hafa samband í bilanasíma Veitna í 516 6161 ef ekki er nægilega mikill þrýstingur hjá fólki. Það geti ýmislegt valdið og það sé einnig hægt að fræðast um það á heimasíðu Veitna um hvað geti valdið bilun. Lítill þrýstingur þýði ekki endilega að það sé leki, það geti annað valdið því. „Það geta til dæmis verið síurnar og það er gott að hringja í neyðarsímann,“ segir Silja. Skipulagðar vaktir í viðbragð Hún segir að þau hafi tekið á móti töluverðum fjölda símtala í neyðarsímann á meðan þessum aðgerðum stendur. Þau hafi búist við því og það hafi verið vel skipulagt viðbragð. Það sé fólk á vöktum í viðbragði og verði það næstu daga. „Ef það byrjar að leka þá þarf að stoppa lekann. Þá er skrúfað niður á einhverju ákveðnu svæði og þá getur það haft áhrif á nokkur hús á því svæði. Þegar fólk verður vart við leka þá tilkynnir það til okkar og við sendum viðbragðsaðila á staðinn. Við vorum tilbúin fyrir þetta en þetta tekur allt sinn tíma. Að gera við. Að grafa niður, opna og gera við. Þetta er víða og þetta mun vinnast smám saman. Það mun koma aftur á. Allt okkar fólk sem er sérfræðingar í vatninu er úti að vinna g verður það næstu daga. Það eru skipulagðar vaktir í því.“ Silja segir íbúa hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og skilning á meðan þessu stóð. „Við erum mjög ánægð hvað fólk hefur tekið þessu vel og viljum skila þakklæti til íbúa fyrir góðan skilning og samstarf. Þetta er framkvæmd fyrir okkur öll.“
Vatn Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. 20. ágúst 2024 21:35 Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun 20. ágúst 2024 20:31 Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. 20. ágúst 2024 19:21 Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. 20. ágúst 2024 19:09 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. 20. ágúst 2024 00:15 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. 20. ágúst 2024 21:35
Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun 20. ágúst 2024 20:31
Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. 20. ágúst 2024 19:21
Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. 20. ágúst 2024 19:09
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59
Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. 20. ágúst 2024 00:15