Að brúa bil: Hlutverk pólitískrar orðræðu í félagslegri samheldni Nicole Leigh Mosty skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Á meðan ég vann að gerð námskeiðs um menningarnæmi og inngildingu fylltist ég tilfinningu um hversu aðkallandi þessi námskeið væru. Mín upplifun og reynsla er að ég er alltaf beðin um að flytja þessi námskeið fyrir fólk sem hefur þegar lagt af stað við að skilja og vinna með eigin viðhorf um fjölbreytileika og inngildingu. Svona eins og presturinn sem prédikar fyrir söfnuði sínum. Ég vildi óska þess að ég væri að undirbúa námskeið fyrir óánægt fordómafullt fólk, fólk sem hundsar eða afneitar þörfinni til að vinna með eigin viðhorf og tileinka sér skilning á verðmætum sem felast í því að búa í samfélagi margbreytileikans. Við erum komin á ákveðinn punkt þar sem við þurfum að þroskast upp úr með eða á móti umræðum pólitískrar orðræðu. Fjölgun atvika vegna útlendinga og LBGTQ+ andúðar er eitthvað sem litla samfélagið okkar getur ekki leyft. Við þurfum að efla samtal um inngildingu í pólitískri og almennri umræðu, byggða á fræðslu og staðreyndum. Opinber herferð með fræðslu og þjálfun í menningarnæmi (cultural awareness/sensetivity) og menningarlegri auðmýkt (cultural humility) kæmi til með að stuðla að auknum skilningi á mikilvægi fjölbreytni og inngildingar. Nýlega var ég í aðstæðum þar sem ég stóð ein í rými að hlusta á fimm hvíta íslenska karlmenn í djúpri samræðu um innflytjendur, innflytjendamál og samfélagið. Samtalið var ógeðslegt og uppfullt af ofsögum og fölsunum sem teknar voru upp úr orðræðu stjórnmálamanns og opinberar persónur hafa einnig fleygt fram. Ég stóð þarna og vissi að ég væri ekki í neinni yfirvofandi hættu en ég var gagntekin af öryggisleysi og skömm um stöðu mína í samfélaginu. Hvað myndi gerast ef ég opinberaði mig, hefði orðræðan orðið persónuleg og beinst að mér? Var það ég sem hafði eyðilagt samfélagið þeirra eða var ég að ræna þá einhverjum réttindum? Ég ákvað að segja ekki neitt, ég vildi ekki lenda í ágreiningi við fólk sem var þegar búið að ákveða sig um fólk eins og mig. Þeir voru ekki að tala um mig persónulega en þeir voru að tala um allt það sem ég tákna og elska. Þegar ég gekk út var mér óglatt, ég var í uppnámi og ég fann tárin bak við augun. Það var svo sannarlega yfirþyrmandi að hugsa um fóðrið sem er að festa rætur í samfélaginu, fólk trúir því í raun og vera að Ísland sé verr sett vegna þess að fólk eins og ég dvel hér. Gleymum því að efnahagsleg velferð þessarar þjóðar hvílir í miklum mæli nú á herðum innflytjenda sem starfa á Íslandi. Ef við myndum öll fara, hver myndi byggja þau hús og aðra innviði sem þörf er á? Hver myndi vinna í leikskólum, á öldrunarheimilum og heilbrigðis-stofnunum? Hvernig myndu mikilvægastu atvinnugreinarnar þ.m.t. ferðaþjónusta og fiskvinnsla dafna án okkar? Lítum bara á pólitískt og félagslegt umhverfi í Englandi og Bandaríkjunum. Orðræða sem byggir á ofbeldi í garð fjölbreytni gæti virst fjarlæg, en er það ekki. Pólitískt andrúmsloft í þessum löndum er farið úr böndunum en byrjaði á margan hátt, á sama stað og við stöndum á núna hérna á Íslandi. Við gætum sagt, nei ekki hér á friðsæla Íslandi. En sannleikurinn er sá að það eru rauðir fánar hér sem blöktu lengi í Englandi og í Bandaríkjunum. Brexit og “Build the wall” voru eldsneytið og eldurinn er nú kveiktur. Við getum ekki leyft Íslandi að fara þessa leið. Við þurfum og verðum að gera betur, punktur. Hverjar eru fyrirsagnirnar hérna heima? Við erum með góðgerðarsamtök sem þiggja opinbera styrki og eru nú að aðgreina þjónustu og fólk eftir bakgrunni þeirra og ráðast sérstaklega á tiltekið þjóðerni. Við höfum stjórnmálamenn sem vilja breyta og herða á lögum sérstaklega vegna innflytjenda. Við höfum pólitíska fulltrúa á sveitafélagsstigi og opinberar persónur sem flagga fordómafullum yfirlýsingum oftast án afleiðinga. Smellubeitur frá heimamönnum sem ekki eru byggðar á staðreyndum heldur byggðar á eigin fordómum. Við eigum mjög fáa pólítíska fulltrúa innflytjenda eða innflytjendur í leiðtogahlutverkum í opinberri stjórnsýslu. Og þegar svo er, er þeim oft mismunað eða gert lítið úr þeim. Tölfræði og rannsóknir sýna hvernig innflytjendum er haldið niðri í samfélaginu og lítið er gert til að bæta úr því. Fjölbreytni og inngilding eru gildi sem hafa aldrei verið eins mikilvæg og í dag. Þessi hugtök eru ekki bara tískuorð; þau eru grunnþættir sem geta knúið fram samfélagslegar framfarir, ýtt undir nýsköpun og tryggt réttlæti og sanngirni fyrir alla einstaklinga. Þessi orð snúa ekki bara að „þessu fólki“, þau eru gildi sem varða velferð okkar allra. Pólitísk ábyrgð tengd fjölbreytni og inngildingu þýðir meiri sanngirni fyrir alla og betri fyrirmyndir. Fjölbreytt og innihaldsríkt stjórnmálakerfi tryggir að allar raddir heyrist og eru virtar. Þegar stjórnmálamenn og konur endurspegla fjölbreytileika í samfélaginu eru þau betur í stakk búin til að takast á við einstaka þarfir og áskoranir ólíkra hópa innan samfélagsins. Ef sömu stjórnmálamenn og konur sem flagga vantrausti og efa myndu þess í stað stuðla að inngildingu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu milli ólíkra hópa, yrði ávinningurinn sá að draga myndi úr félagslegri spennu. Þannig væri hægt að stuðla að einingu sem knýr fram nýsköpun og hagvöxt. Fyrir utan hagnýtan ávinning er siðferðileg skylda að stuðla að inngildingu. Að tryggja að allir einstaklingar hafi tækifæri til að ná árangri og taki fullan þátt í samfélaginu er réttlætis- og mannréttindamál. Að minnsta kosti það, að konu af erlendum uppruna líði eins og hún sé velkomin og jafn örugg í bakaríi að kaupa sinn snúð og þeir fimm karlmenn sem snæða góðgæti og drekka kaffi saman. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar bera ábyrgð á að halda þessum gildum í heiðri með því að huga að orðræðu sinni og þeim áhrifum sem hún hefur á samfélagið á meðan þeir vinna að réttlátara samfélagi fyrir alla. Höfundur er innflytjandi, fyrrverandi þingkona og forstöðukona Fjölmenningarseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hinsegin Mannréttindi Flóttafólk á Íslandi Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á meðan ég vann að gerð námskeiðs um menningarnæmi og inngildingu fylltist ég tilfinningu um hversu aðkallandi þessi námskeið væru. Mín upplifun og reynsla er að ég er alltaf beðin um að flytja þessi námskeið fyrir fólk sem hefur þegar lagt af stað við að skilja og vinna með eigin viðhorf um fjölbreytileika og inngildingu. Svona eins og presturinn sem prédikar fyrir söfnuði sínum. Ég vildi óska þess að ég væri að undirbúa námskeið fyrir óánægt fordómafullt fólk, fólk sem hundsar eða afneitar þörfinni til að vinna með eigin viðhorf og tileinka sér skilning á verðmætum sem felast í því að búa í samfélagi margbreytileikans. Við erum komin á ákveðinn punkt þar sem við þurfum að þroskast upp úr með eða á móti umræðum pólitískrar orðræðu. Fjölgun atvika vegna útlendinga og LBGTQ+ andúðar er eitthvað sem litla samfélagið okkar getur ekki leyft. Við þurfum að efla samtal um inngildingu í pólitískri og almennri umræðu, byggða á fræðslu og staðreyndum. Opinber herferð með fræðslu og þjálfun í menningarnæmi (cultural awareness/sensetivity) og menningarlegri auðmýkt (cultural humility) kæmi til með að stuðla að auknum skilningi á mikilvægi fjölbreytni og inngildingar. Nýlega var ég í aðstæðum þar sem ég stóð ein í rými að hlusta á fimm hvíta íslenska karlmenn í djúpri samræðu um innflytjendur, innflytjendamál og samfélagið. Samtalið var ógeðslegt og uppfullt af ofsögum og fölsunum sem teknar voru upp úr orðræðu stjórnmálamanns og opinberar persónur hafa einnig fleygt fram. Ég stóð þarna og vissi að ég væri ekki í neinni yfirvofandi hættu en ég var gagntekin af öryggisleysi og skömm um stöðu mína í samfélaginu. Hvað myndi gerast ef ég opinberaði mig, hefði orðræðan orðið persónuleg og beinst að mér? Var það ég sem hafði eyðilagt samfélagið þeirra eða var ég að ræna þá einhverjum réttindum? Ég ákvað að segja ekki neitt, ég vildi ekki lenda í ágreiningi við fólk sem var þegar búið að ákveða sig um fólk eins og mig. Þeir voru ekki að tala um mig persónulega en þeir voru að tala um allt það sem ég tákna og elska. Þegar ég gekk út var mér óglatt, ég var í uppnámi og ég fann tárin bak við augun. Það var svo sannarlega yfirþyrmandi að hugsa um fóðrið sem er að festa rætur í samfélaginu, fólk trúir því í raun og vera að Ísland sé verr sett vegna þess að fólk eins og ég dvel hér. Gleymum því að efnahagsleg velferð þessarar þjóðar hvílir í miklum mæli nú á herðum innflytjenda sem starfa á Íslandi. Ef við myndum öll fara, hver myndi byggja þau hús og aðra innviði sem þörf er á? Hver myndi vinna í leikskólum, á öldrunarheimilum og heilbrigðis-stofnunum? Hvernig myndu mikilvægastu atvinnugreinarnar þ.m.t. ferðaþjónusta og fiskvinnsla dafna án okkar? Lítum bara á pólitískt og félagslegt umhverfi í Englandi og Bandaríkjunum. Orðræða sem byggir á ofbeldi í garð fjölbreytni gæti virst fjarlæg, en er það ekki. Pólitískt andrúmsloft í þessum löndum er farið úr böndunum en byrjaði á margan hátt, á sama stað og við stöndum á núna hérna á Íslandi. Við gætum sagt, nei ekki hér á friðsæla Íslandi. En sannleikurinn er sá að það eru rauðir fánar hér sem blöktu lengi í Englandi og í Bandaríkjunum. Brexit og “Build the wall” voru eldsneytið og eldurinn er nú kveiktur. Við getum ekki leyft Íslandi að fara þessa leið. Við þurfum og verðum að gera betur, punktur. Hverjar eru fyrirsagnirnar hérna heima? Við erum með góðgerðarsamtök sem þiggja opinbera styrki og eru nú að aðgreina þjónustu og fólk eftir bakgrunni þeirra og ráðast sérstaklega á tiltekið þjóðerni. Við höfum stjórnmálamenn sem vilja breyta og herða á lögum sérstaklega vegna innflytjenda. Við höfum pólitíska fulltrúa á sveitafélagsstigi og opinberar persónur sem flagga fordómafullum yfirlýsingum oftast án afleiðinga. Smellubeitur frá heimamönnum sem ekki eru byggðar á staðreyndum heldur byggðar á eigin fordómum. Við eigum mjög fáa pólítíska fulltrúa innflytjenda eða innflytjendur í leiðtogahlutverkum í opinberri stjórnsýslu. Og þegar svo er, er þeim oft mismunað eða gert lítið úr þeim. Tölfræði og rannsóknir sýna hvernig innflytjendum er haldið niðri í samfélaginu og lítið er gert til að bæta úr því. Fjölbreytni og inngilding eru gildi sem hafa aldrei verið eins mikilvæg og í dag. Þessi hugtök eru ekki bara tískuorð; þau eru grunnþættir sem geta knúið fram samfélagslegar framfarir, ýtt undir nýsköpun og tryggt réttlæti og sanngirni fyrir alla einstaklinga. Þessi orð snúa ekki bara að „þessu fólki“, þau eru gildi sem varða velferð okkar allra. Pólitísk ábyrgð tengd fjölbreytni og inngildingu þýðir meiri sanngirni fyrir alla og betri fyrirmyndir. Fjölbreytt og innihaldsríkt stjórnmálakerfi tryggir að allar raddir heyrist og eru virtar. Þegar stjórnmálamenn og konur endurspegla fjölbreytileika í samfélaginu eru þau betur í stakk búin til að takast á við einstaka þarfir og áskoranir ólíkra hópa innan samfélagsins. Ef sömu stjórnmálamenn og konur sem flagga vantrausti og efa myndu þess í stað stuðla að inngildingu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu milli ólíkra hópa, yrði ávinningurinn sá að draga myndi úr félagslegri spennu. Þannig væri hægt að stuðla að einingu sem knýr fram nýsköpun og hagvöxt. Fyrir utan hagnýtan ávinning er siðferðileg skylda að stuðla að inngildingu. Að tryggja að allir einstaklingar hafi tækifæri til að ná árangri og taki fullan þátt í samfélaginu er réttlætis- og mannréttindamál. Að minnsta kosti það, að konu af erlendum uppruna líði eins og hún sé velkomin og jafn örugg í bakaríi að kaupa sinn snúð og þeir fimm karlmenn sem snæða góðgæti og drekka kaffi saman. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar bera ábyrgð á að halda þessum gildum í heiðri með því að huga að orðræðu sinni og þeim áhrifum sem hún hefur á samfélagið á meðan þeir vinna að réttlátara samfélagi fyrir alla. Höfundur er innflytjandi, fyrrverandi þingkona og forstöðukona Fjölmenningarseturs
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar