„Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2024 10:31 Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Diego Víkingar spila einn mikilvægasta leik í sögu félagsins í kvöld. Liðið er á leiðinni í einvígi sem gæti skilað félaginu mörg hundruð milljónum í kassann. Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira