DNA verðbólgunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 15:32 Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun