Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 20:26 Glæsileg nýorðin hjón. Mynd/Rakel Rún Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“ Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“
Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira