„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:56 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira