Allt bendi til samsæris gegn íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2024 14:02 Guðmundur segir allt benda til samsæris gegn íslensku þjóðinni í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Formaður Leigjendasamtakanna sakar stjórnvöld um að vísvitandi búa til þjóðfélagshóp sem búi ekki við húsnæðisöryggi og segir staðan á leigumarkaði talsvert verri en tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefa til kynna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir allt benda til þess að hátt leiguverð á höfuðborgarsvðinu sé hluti af samsæri gegn íslensku þjóðinni og að þróun á húsnæðismarkaði geti ekki verið tilviljanakennd. „Það getur ekki verið tilviljun að húsnæðismarkaðurinn hafi þróast eins og hann hafi þróast. Þetta er eitthvað plan. Leigjendasamtökin hefur verið að benda á þetta stanslaust í þrjú ár. Bæði hávært og hljóðlátt og ítrekað verið að benda á það að það eru til lausnir við þessu. við höfum reynt eins og við getum í okkar veika mætti að hreyfa við stjórnmálamönnum en það er enginn sem hefur tekið við sér,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þróunin ekki tilviljun Aðspurður segir Guðmundur að ekki sjái fyrir endann á verðhækkunum á leigumarkaði. Forgangsröðun launafólks sé einfaldlega þannig að það borgi þá upphæð sem það hefur tök á því að borga, jafnvel þó að það verði þess valdur að lítið verði eftir til ráðstöfunar. „Þetta getur náttúrlega haldið áfram út í hið óendanlega. Þetta er það fyrsta sem fólk velur um hver mánaðamót, það er að eyða því fé sem það hefur til ráðstöfunar í húsaleigu. Svo lengi sem fólk hefur tök á því að greiða 350 þúsund krónur í húsaleigu, þó það fái kannski ekki nema 400 þúsund útborgað, þá gerir það það. Þetta vita leigusalar. Það er hægt að bjóða fólki þetta vegna þess að þetta er það fyrsta sem fólk þarf á að halda, þak yfir höfuðið,“ segir hann. Hann segir dæmi um það að fólk þurfi að drýgja fáa tugi þúsunda króna út mánuðinn til að framfleyta heilu fjölskyldunum. „Þetta er veruleikinn sem gríðarlega stór hópur af fólki býr við. Það er að þurfa að nurla saman nokkrum þúsund köllum í mánuði til þess að framfleyta fjölskyldu sinni eða leita á náðir hjálpastofnanna. Enda er allt stappfullt í röðum þar sem fólk er að sækja mataraðstoð og þess háttar,“ segir Guðmundur. Hann segir þessa þróun ekki vera tilviljun. „Það er verið að búa til þennan þjóðfélagshóp. Þetta er ekki einhver tilviljun, þetta hefur ekki þróast svona óvart. Við erum með hátt í þúsund manns sem vina 265 daga á ári í fullu starfi við það að útbúa húsnæðisáætlanir og sjá um að húsnæðismarkaðurinn virki. Þetta gerist ekki allt í einu og í einhverju tómarúmi. Það er einhver stefna í gangi,“ segir hann. Þjóðin súpi seyðið af frjálshyggjunni Að sögn Guðmundar vinna stjórnvöld eftir leiðbeiningum OECD þar sem mælst er til þess að tryggt sé að hluti vinnuaflsins sé „hreyfanlegur.“ Með því á hann við að hluti launþega búi ekki við húsnæðisöryggi í séreign eða félagslegu húsnæði og sé því alltaf tilbúinn að færa sig þangað sem vinnumarkaðurinn krefst að hverju sinni. Aðspurður segir Guðmundur þjóðina súpa seyðið af einkavæðingu á húsnæðismarkaði frá um miðjan tíunda áratuginn. Húsnæðissamvinnufélagskerfið hafi þá verið lagt af og Íslendingar farið á skjön við stefnu frændþjóða okkar á Norðurlöndunum. Hann segir slíkt húsnæðissamvinnufélag ekki hafa verið stofnað á Íslandi í fleiri áratugi. „Það voru kerfi þar sem fólk sló sér saman og byggði heilu fjölbýlishúsin. Oft voru það verkalýðsfélögin sem höfðu aðkomu að því að yrði stofnað samvinnufélag við að byggja til dæmis Æsufell 12. Þá voru aðilar í verkalýðsfélaginu sem stofnuðu og áttu þetta félag og byggðu húsnæðið sjálf. Það var enginn verktaki eða fjárfestir eða fasteignasali sem makaði krókinn á framkvæmdinni. Það voru bara eigendurnir á félaginu sem voru þeir sem ætluðu að búa þarna sem sáu um að byggja þennan stigagang eða þessa blokk eða þetta fjölbýlishús,“ segir Guðmundur og hann heldur áfram: „Þetta er kerfi þar sem 20 þúsund íbúðir voru framleiddar. Næstum því helmingi stærra heldur en verkamannabústaðakerfið sem við horfum með mikilli fortíðarþrá eftir en húsnæðissamvinnukerfið var næstum því tvöfalt stærra. Þetta er kerfi sem er mikið notað í Evrópu. Það er verið að byggja lungann úr öllum fjölbýlishúsum og leiguhúsnæði um alla Evrópu í þessu kerfi,“ segir hann. „Þetta var í þessu andrúmslofti frjálshyggjunnar um miðjan tíunda áratuginn þar sem átti að einkavæða allt saman og markaðurinn átti að leysa þetta. Við sjáum hvernig þetta fór. Við sjáum ekki fyrir endann á því hvurs lags hörmungar þetta er að leiða yfir land og þjóð. Við viljum ekki búa í svona samfélagi,“ segir Guðmundur. Misvísandi framsetning HMS á gögnum Jafnframt segir Guðmundur að framsetning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á gögnum sé til þess gerð að blekkja yfirvöld og hylma yfir hve alvarleg staða er upp komin á húsnæðismarkaðnum. „Þau eru að tala að meðalleigufjárhæð fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sé 233 þúsund krónur á mánuði. Ég fór nú inn á MyIgloo í gær sem segist vera með 80 til 85 prósent af öllu leiguhúsnæði á landinu. Þar eru allar tveggja til þriggja herbergja íbúðir í Reykjavík komnar vel yfir 300 þúsund. Meðalleigan á framboðinu í dag hjá MyIgloo er 350 þúsund. Samt er HMS að segja við okkur fyrir nokkrum dögum að meðalleigan á höfuðborgarsvæðinu sé 233 þúsund,“ segir hann. Hann segir innan við 40 prósent leigusamninga fara inn í gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og að það sé að stórum hluta frá félögum sem verða lögum samkvæmt að skila inn leigusamningum. Það dragi meðalfjárhæðina niður umtalsvert. Sömuleiðis gagnrýnir hann það að verðsjá húsaleigu hafi verið lögð niður en þar var hægt að sjá alla nýja leigusamninga eftir breytum á borð við póstnúmer, stærð, verð og dagsetningu. „Nú er HMS eini aðilinn sem hefur öll þessi gögn, vinnur úr þeim og segir okkur svo shvernig staðan er. Við getum ekki tékkað á því. Það er enginm opinn vettvangur fyrir almenning til þess að leita eða athuga eða skoða annað samhengi. Bara HMS fær þessi gögn og svo vinna þeir úr þeim,“ segir hann og heldur áfram: „Við sáum það bara til dæmis í vor. Síðasta skipti sem við vorum með verðlagseftirlit á leigumarkaði var núna í maí. Þá sáum við að það var svona 20 til 30 prósent munur á hækkununum sem við mældum með því að skrá allt upp í 600 leiguauglýsingar í mánuðinum. Við mældum þetta samhliða útreikningum HMS. Við sáum 20 til 30 prósent mun á hækkununum sem við mældum eða HMS. Hækkanirnar eru miklu meiri,“ segir hann. „Bull og vitleysa“ Guðmundur vill meina að meðalleigufjárhæðin sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun reiknar með sé „bull og vitleysa.“ „Þau koma fram með svona tölur og kasta þessu fram í andlitið á leigendum sem eru að borga 350 þúsund króna leigu fyrir 80 fermetra íbúð og segja að leigufjárhæð sé 233 þúsund sem þingmenn fá beint í hjartað og hugsa með sér: „Já, þetta er nú ekki svo slæmt,“ en raunveruleikinn er 350 þúsund krónur,“ segir hann. Guðmundur segir tíma til kominn að einhver svari fyrir ástandið og óskar eftir því að fulltrúi leigjendasamtakanna fái að mæta fulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að fara yfir stöðuna sem upp er komin í málaflokknum. „Það gengur ekki lengur að vera að blekkja fólk svona ár eftir ár með þessu bulli,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna. Leigumarkaður Húsnæðismál Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir allt benda til þess að hátt leiguverð á höfuðborgarsvðinu sé hluti af samsæri gegn íslensku þjóðinni og að þróun á húsnæðismarkaði geti ekki verið tilviljanakennd. „Það getur ekki verið tilviljun að húsnæðismarkaðurinn hafi þróast eins og hann hafi þróast. Þetta er eitthvað plan. Leigjendasamtökin hefur verið að benda á þetta stanslaust í þrjú ár. Bæði hávært og hljóðlátt og ítrekað verið að benda á það að það eru til lausnir við þessu. við höfum reynt eins og við getum í okkar veika mætti að hreyfa við stjórnmálamönnum en það er enginn sem hefur tekið við sér,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þróunin ekki tilviljun Aðspurður segir Guðmundur að ekki sjái fyrir endann á verðhækkunum á leigumarkaði. Forgangsröðun launafólks sé einfaldlega þannig að það borgi þá upphæð sem það hefur tök á því að borga, jafnvel þó að það verði þess valdur að lítið verði eftir til ráðstöfunar. „Þetta getur náttúrlega haldið áfram út í hið óendanlega. Þetta er það fyrsta sem fólk velur um hver mánaðamót, það er að eyða því fé sem það hefur til ráðstöfunar í húsaleigu. Svo lengi sem fólk hefur tök á því að greiða 350 þúsund krónur í húsaleigu, þó það fái kannski ekki nema 400 þúsund útborgað, þá gerir það það. Þetta vita leigusalar. Það er hægt að bjóða fólki þetta vegna þess að þetta er það fyrsta sem fólk þarf á að halda, þak yfir höfuðið,“ segir hann. Hann segir dæmi um það að fólk þurfi að drýgja fáa tugi þúsunda króna út mánuðinn til að framfleyta heilu fjölskyldunum. „Þetta er veruleikinn sem gríðarlega stór hópur af fólki býr við. Það er að þurfa að nurla saman nokkrum þúsund köllum í mánuði til þess að framfleyta fjölskyldu sinni eða leita á náðir hjálpastofnanna. Enda er allt stappfullt í röðum þar sem fólk er að sækja mataraðstoð og þess háttar,“ segir Guðmundur. Hann segir þessa þróun ekki vera tilviljun. „Það er verið að búa til þennan þjóðfélagshóp. Þetta er ekki einhver tilviljun, þetta hefur ekki þróast svona óvart. Við erum með hátt í þúsund manns sem vina 265 daga á ári í fullu starfi við það að útbúa húsnæðisáætlanir og sjá um að húsnæðismarkaðurinn virki. Þetta gerist ekki allt í einu og í einhverju tómarúmi. Það er einhver stefna í gangi,“ segir hann. Þjóðin súpi seyðið af frjálshyggjunni Að sögn Guðmundar vinna stjórnvöld eftir leiðbeiningum OECD þar sem mælst er til þess að tryggt sé að hluti vinnuaflsins sé „hreyfanlegur.“ Með því á hann við að hluti launþega búi ekki við húsnæðisöryggi í séreign eða félagslegu húsnæði og sé því alltaf tilbúinn að færa sig þangað sem vinnumarkaðurinn krefst að hverju sinni. Aðspurður segir Guðmundur þjóðina súpa seyðið af einkavæðingu á húsnæðismarkaði frá um miðjan tíunda áratuginn. Húsnæðissamvinnufélagskerfið hafi þá verið lagt af og Íslendingar farið á skjön við stefnu frændþjóða okkar á Norðurlöndunum. Hann segir slíkt húsnæðissamvinnufélag ekki hafa verið stofnað á Íslandi í fleiri áratugi. „Það voru kerfi þar sem fólk sló sér saman og byggði heilu fjölbýlishúsin. Oft voru það verkalýðsfélögin sem höfðu aðkomu að því að yrði stofnað samvinnufélag við að byggja til dæmis Æsufell 12. Þá voru aðilar í verkalýðsfélaginu sem stofnuðu og áttu þetta félag og byggðu húsnæðið sjálf. Það var enginn verktaki eða fjárfestir eða fasteignasali sem makaði krókinn á framkvæmdinni. Það voru bara eigendurnir á félaginu sem voru þeir sem ætluðu að búa þarna sem sáu um að byggja þennan stigagang eða þessa blokk eða þetta fjölbýlishús,“ segir Guðmundur og hann heldur áfram: „Þetta er kerfi þar sem 20 þúsund íbúðir voru framleiddar. Næstum því helmingi stærra heldur en verkamannabústaðakerfið sem við horfum með mikilli fortíðarþrá eftir en húsnæðissamvinnukerfið var næstum því tvöfalt stærra. Þetta er kerfi sem er mikið notað í Evrópu. Það er verið að byggja lungann úr öllum fjölbýlishúsum og leiguhúsnæði um alla Evrópu í þessu kerfi,“ segir hann. „Þetta var í þessu andrúmslofti frjálshyggjunnar um miðjan tíunda áratuginn þar sem átti að einkavæða allt saman og markaðurinn átti að leysa þetta. Við sjáum hvernig þetta fór. Við sjáum ekki fyrir endann á því hvurs lags hörmungar þetta er að leiða yfir land og þjóð. Við viljum ekki búa í svona samfélagi,“ segir Guðmundur. Misvísandi framsetning HMS á gögnum Jafnframt segir Guðmundur að framsetning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á gögnum sé til þess gerð að blekkja yfirvöld og hylma yfir hve alvarleg staða er upp komin á húsnæðismarkaðnum. „Þau eru að tala að meðalleigufjárhæð fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sé 233 þúsund krónur á mánuði. Ég fór nú inn á MyIgloo í gær sem segist vera með 80 til 85 prósent af öllu leiguhúsnæði á landinu. Þar eru allar tveggja til þriggja herbergja íbúðir í Reykjavík komnar vel yfir 300 þúsund. Meðalleigan á framboðinu í dag hjá MyIgloo er 350 þúsund. Samt er HMS að segja við okkur fyrir nokkrum dögum að meðalleigan á höfuðborgarsvæðinu sé 233 þúsund,“ segir hann. Hann segir innan við 40 prósent leigusamninga fara inn í gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og að það sé að stórum hluta frá félögum sem verða lögum samkvæmt að skila inn leigusamningum. Það dragi meðalfjárhæðina niður umtalsvert. Sömuleiðis gagnrýnir hann það að verðsjá húsaleigu hafi verið lögð niður en þar var hægt að sjá alla nýja leigusamninga eftir breytum á borð við póstnúmer, stærð, verð og dagsetningu. „Nú er HMS eini aðilinn sem hefur öll þessi gögn, vinnur úr þeim og segir okkur svo shvernig staðan er. Við getum ekki tékkað á því. Það er enginm opinn vettvangur fyrir almenning til þess að leita eða athuga eða skoða annað samhengi. Bara HMS fær þessi gögn og svo vinna þeir úr þeim,“ segir hann og heldur áfram: „Við sáum það bara til dæmis í vor. Síðasta skipti sem við vorum með verðlagseftirlit á leigumarkaði var núna í maí. Þá sáum við að það var svona 20 til 30 prósent munur á hækkununum sem við mældum með því að skrá allt upp í 600 leiguauglýsingar í mánuðinum. Við mældum þetta samhliða útreikningum HMS. Við sáum 20 til 30 prósent mun á hækkununum sem við mældum eða HMS. Hækkanirnar eru miklu meiri,“ segir hann. „Bull og vitleysa“ Guðmundur vill meina að meðalleigufjárhæðin sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun reiknar með sé „bull og vitleysa.“ „Þau koma fram með svona tölur og kasta þessu fram í andlitið á leigendum sem eru að borga 350 þúsund króna leigu fyrir 80 fermetra íbúð og segja að leigufjárhæð sé 233 þúsund sem þingmenn fá beint í hjartað og hugsa með sér: „Já, þetta er nú ekki svo slæmt,“ en raunveruleikinn er 350 þúsund krónur,“ segir hann. Guðmundur segir tíma til kominn að einhver svari fyrir ástandið og óskar eftir því að fulltrúi leigjendasamtakanna fái að mæta fulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að fara yfir stöðuna sem upp er komin í málaflokknum. „Það gengur ekki lengur að vera að blekkja fólk svona ár eftir ár með þessu bulli,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna.
Leigumarkaður Húsnæðismál Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent