Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 23:37 Scott Ritter hefur verið álitsgjafi rússnesku ríkisssjónvarpsstöðvarinnar RT. Hann vakti athygli í kringum seinna Íraksstríðið fyrir harða gagnrýni á bandaríska utanríkisstefnu. Vísir/Getty Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira