Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:01 Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun. DPA/Christoph Reichwein Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar.. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar..
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02