Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. ágúst 2024 12:32 Blómum og kertum hefur verið safnað saman í Solingen fyrir þau sem særðust og létust í árásinni. DPA/Thomas Banneyer Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02