Greint var frá því í dag að miðillinn hefði öruggar heimildir fyrir því að Jón Dagur, sem í dag leikur fyrir belgíska félagið OH Leuven, væri á leið til Berlínar í læknisskoðun.
Þá kemur einnig fram í umfjöllun 433.is að Hertha Berlin og OH Leuven hafi náð samkomulagi um kaupverð fyrir íslenska kantmanninn. Herta Berlin leikur í næstefstu deild í Þýskalandi og er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Jón Dagur, sem er 25 ára gamall, hélt út í atvinnumensku árið 2018. Þá var hann á mála hjá Fulham, en náði aldrei að leika fyrir félagið. Hann lék eitt tímabil á láni með danska félaginu Vendsyssel áður en hann var keyptur til AGF árið 2019 og lék með liðinu til ársins 2022 þegar hann færði sig yfir til OH Leuven.
Þá á Jón Dagur einnig að baki 37 leiki fyrir íslenska landsliðið þar sem hann hefur skorað fimm mörk.