„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Jónatan Ingi átti góðan leik fyrir Val í dag. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum. Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum.
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira