Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 06:57 Fyrirtæki með samning við Vatnajökulsþjóðgarð hafa heimild til ferða allan ársins hring. Getty „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent