Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 06:57 Fyrirtæki með samning við Vatnajökulsþjóðgarð hafa heimild til ferða allan ársins hring. Getty „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira