Velferð á þínum forsendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun