Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:58 Um sextíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Vísi/Vilhelm Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. „Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum