Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2024 15:54 Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að ferðamönnum undir ís í Breiðamerkurjökli. Það þurfti rannsókn lögreglu og leit í hátt i sólarhring til að leiða í ljós að tölur ferðaþjónustufyrirtækis um fjölda í ferðinni væru rangar. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum