Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 23:55 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira