Veður

Lægð suð­vestur af landinu og á leið austur

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður sjö til fimmtán stig að deginum og hlýjast suðvestantil.
Hiti verður sjö til fimmtán stig að deginum og hlýjast suðvestantil. Vísir/Vilhelm

Minniháttar hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru því víða hægir vindar og verður bjart með köflum. Suðvestur af landinu er hins vegar dálítil lægð á hreyfingu austur sem mun valda austanstrekkingi og smá rigningu við suðurströndina.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í kvöld sé lægðin komin suðaustur af landinu og mun þá snúast í norðanátt og fer að rigna fyrir austan. Á sama tíma mun jafnframt lægja vestanlands. Hiti verður sjö til fimmtán stig að deginum og hlýjast suðvestantil.

„Fremur hæg norðlæg att og víða dálítli væta á morgun, en þurrt að kalla vestantil. Áfram milt veður að deginum, einkum syðra.

Gosmóða og mengun frá gróðureldum liggur víða yfir Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu í dag og er viðkæmum bent á að forðast áreynslu utandyra,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og rigning með köflum á austurhelmingi landsins, þurrt að kalla norðvestantil, en annars að mestu bjart. Hiti 7 til 14 stig, mildast sunnanlands.

Á fimmtudag: Vestlæg eða norðvestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en lítilsháttar væta með norður- og austurströndinni. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á föstudag: Suðaustanstrekkingur vestanlands, en annars hægara og skýjað að mestu, en dálítil rigning vestast. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag: Ákveðin suðaustanátt, víða rigning og hlýtt í veðri, en lengst af þurrt norðaustanlands.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt með rigningu víða á landinu og heldur kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×