Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 18:27 Hlutirnir gengu ekki upp hjá þeim Davíð Torfa forstjóra Íslandshótela og Finni Aðalbjörnssyni eins aðaleigenda Skógarbaðanna. Finnur stefnir þó enn á uppbyggingu hótels á svæðinu. vísir Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel
Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira