Við Hamingjusama fólkið vs. Þau óhamingjusömu Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 „Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun