Vikið úr stjórn fjallaleiðsögumanna eftir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 12:52 Ís hrundi úr vegg vatnsrásar í Breiðamerkurjökli þar sem ferðaþjónustufyrirtæki var með 23 manna hóp ferðamanna á sunnudag. Einn lést og annar slasaðist. Vísir/Vilhelm Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu. Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira