Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira