Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum.
Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum.
Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni.
Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða.
„Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga.
„Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga.
Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum.