Segir fylgi flokksins óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 06:24 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins segir stöðu hans óviðunandi. Vísir/Vilhelm Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32