Er Kópavogsmódelið bakslag í jafnréttisbaráttunni? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 08:16 Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Breytingar á leikskólaumhverfi Kópavogs áttu sér ekki stað í tómarúmi heldur var ráðist í breytingar til að bæta þessa mikilvægu þjónustu sem foreldrar treysta á og tryggja fullmannaða leikskóla. Staðan í leikskólakerfinu var grafalvarleg og það var ábyrgðarhlutverk að horfast í augu við það og grípa til aðgerða þegar deildir voru lokaðar heilu og hálfu dagana sökum manneklu og veikinda. Þá voru ekki allar deildir fullnýttar því ekki tókst að ráða inn starfsfólk og því færri börn sem fengu leikskólapláss. Þessi staðar einskorðast vissulega ekki við Kópavog heldur er þetta staða sem sveitarfélög almennt voru og eru enn sum hver að glíma við. Eðlilega skapa svona róttækar breytingar viðbrögð og Kópavogsmódelið er ekki hafið yfir gagnrýni. Sú gagnrýni þarf hins vegar að vera á rökum reist. Mikilvægt er því að bera saman hver staðan er á fyrsta árinu frá því að við innleiddum Kópavogsmódelið við skólaárið þar á undan: Enginn lokunardagur á leikskólum Kópavogs. Eftir innleiðingu breytingana voru engin börn send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir. Í fyrsta skipti í mörg ár eru allar deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Dvalartími barna er styttri. Helmingur foreldra hefur stytt dvalartíma barna sinna. Meðaldvalartími barna hefur farið úr því að vera 8,1 klukkustund í 7,4 klukkustundir. Kópavogsbær hefur lagt ríka áherslu á að rýna vel hvaða áhrif breytingarnar hafa á ólíka hópa. Foreldrakönnun leiðir í ljós að tekjulægstu heimilin og heimili sem svöruðu könnuninni á ensku eru einna ánægðust með breytingarnar. Sami hópur er líklegastur til að nýta sér aukinn sveigjanleika og styttri dvalartíma. Kvenréttindafélag á villigötum Framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins fullyrti í Kastljósi að Kópavogsmódelið væri ein skýrasta birtingarmynd bakslagsins í jafnréttisbaráttunni síðastliðin ár. Það er auðvelt að tala í fyrirsögnum og órökstuddum fullyrðingum án þess að kynna sér málin. Leikskólar eru grunnstoð jafnréttis. Með tilkomu leikskóla fyrir áratugum síðan var mikill sigur unninn í jafnréttisbaráttunni og er klárlega meginskýring á því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú hæsta í heimi. Með breytingum á leikskólaumhverfi Kópavogs með Kópavogsmódelinu var verið að standa vörð um þetta mikilvæga kerfi sem er lykilbreyta í jafnrétti kynja. Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins virðist horfa framhjá því hvaða áhrif það hefur á jafnrétti þegar hringt er í foreldra án fyrirvara að sækja börn sín fyrr sökum veikinda eða vera heima með börn sín því þau fá ekki úthlutað leikskólapláss sökum manneklu. Miðað við fullyrðingar framkvæmdastjóra hefði slíkt lent einna helst á mæðrum að vera heima með börnin. Vandinn var ekki skortur á fjármagni þótt Kvenréttindafélagið haldi því fram. Einn mesti stuðningur til barnafjölskyldna er niðurgreiðsla sveitarfélaga á leikskólagjöldum. Kópavogsbær niðurgreiðir ríflega sex milljarða króna árlega til foreldrar leikskólabarna, sem samsvarar ríflega þremur milljónum króna á hvert leikskólabarn. Þegar ég tók við sem bæjarstjóri setti ég það í forgang að heimsækja alla leikskóla Kópavogs og lauk ég þeim heimsóknum fyrr í sumar. Vandinn var tvíþættur. Annars vegar óviðunandi umhverfi fyrir starfsfólk og leikskólabörn. Hins vegar óstöðugleiki í þjónustu gagnvart foreldrum. Þetta heyrði ég skýrt í samtölum mínum við starfsfólk leikskóla. En það vill svo til að yfir 90% þeirra eru konur. Þær breytingar sem við fórum í haustið 2023 á leikskólaumhverfi Kópavogs hafa skilað árangri. Þjónustan er faglegri, stöðugri og betri. Ekki ríkir mannekla lengur á leikskólum Kópavogs og foreldrar geta betur treyst því að leikskólar séu ekki að loka sökum veikinda. Það er holur hljómur í málflutningi framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins þar sem órökstuddum fullyrðingum er slegið fram sem standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið stendur vörð um leikskólakerfið sem er grunnstoð jafnréttis! Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Jafnréttismál Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Breytingar á leikskólaumhverfi Kópavogs áttu sér ekki stað í tómarúmi heldur var ráðist í breytingar til að bæta þessa mikilvægu þjónustu sem foreldrar treysta á og tryggja fullmannaða leikskóla. Staðan í leikskólakerfinu var grafalvarleg og það var ábyrgðarhlutverk að horfast í augu við það og grípa til aðgerða þegar deildir voru lokaðar heilu og hálfu dagana sökum manneklu og veikinda. Þá voru ekki allar deildir fullnýttar því ekki tókst að ráða inn starfsfólk og því færri börn sem fengu leikskólapláss. Þessi staðar einskorðast vissulega ekki við Kópavog heldur er þetta staða sem sveitarfélög almennt voru og eru enn sum hver að glíma við. Eðlilega skapa svona róttækar breytingar viðbrögð og Kópavogsmódelið er ekki hafið yfir gagnrýni. Sú gagnrýni þarf hins vegar að vera á rökum reist. Mikilvægt er því að bera saman hver staðan er á fyrsta árinu frá því að við innleiddum Kópavogsmódelið við skólaárið þar á undan: Enginn lokunardagur á leikskólum Kópavogs. Eftir innleiðingu breytingana voru engin börn send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir. Í fyrsta skipti í mörg ár eru allar deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Dvalartími barna er styttri. Helmingur foreldra hefur stytt dvalartíma barna sinna. Meðaldvalartími barna hefur farið úr því að vera 8,1 klukkustund í 7,4 klukkustundir. Kópavogsbær hefur lagt ríka áherslu á að rýna vel hvaða áhrif breytingarnar hafa á ólíka hópa. Foreldrakönnun leiðir í ljós að tekjulægstu heimilin og heimili sem svöruðu könnuninni á ensku eru einna ánægðust með breytingarnar. Sami hópur er líklegastur til að nýta sér aukinn sveigjanleika og styttri dvalartíma. Kvenréttindafélag á villigötum Framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins fullyrti í Kastljósi að Kópavogsmódelið væri ein skýrasta birtingarmynd bakslagsins í jafnréttisbaráttunni síðastliðin ár. Það er auðvelt að tala í fyrirsögnum og órökstuddum fullyrðingum án þess að kynna sér málin. Leikskólar eru grunnstoð jafnréttis. Með tilkomu leikskóla fyrir áratugum síðan var mikill sigur unninn í jafnréttisbaráttunni og er klárlega meginskýring á því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú hæsta í heimi. Með breytingum á leikskólaumhverfi Kópavogs með Kópavogsmódelinu var verið að standa vörð um þetta mikilvæga kerfi sem er lykilbreyta í jafnrétti kynja. Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins virðist horfa framhjá því hvaða áhrif það hefur á jafnrétti þegar hringt er í foreldra án fyrirvara að sækja börn sín fyrr sökum veikinda eða vera heima með börn sín því þau fá ekki úthlutað leikskólapláss sökum manneklu. Miðað við fullyrðingar framkvæmdastjóra hefði slíkt lent einna helst á mæðrum að vera heima með börnin. Vandinn var ekki skortur á fjármagni þótt Kvenréttindafélagið haldi því fram. Einn mesti stuðningur til barnafjölskyldna er niðurgreiðsla sveitarfélaga á leikskólagjöldum. Kópavogsbær niðurgreiðir ríflega sex milljarða króna árlega til foreldrar leikskólabarna, sem samsvarar ríflega þremur milljónum króna á hvert leikskólabarn. Þegar ég tók við sem bæjarstjóri setti ég það í forgang að heimsækja alla leikskóla Kópavogs og lauk ég þeim heimsóknum fyrr í sumar. Vandinn var tvíþættur. Annars vegar óviðunandi umhverfi fyrir starfsfólk og leikskólabörn. Hins vegar óstöðugleiki í þjónustu gagnvart foreldrum. Þetta heyrði ég skýrt í samtölum mínum við starfsfólk leikskóla. En það vill svo til að yfir 90% þeirra eru konur. Þær breytingar sem við fórum í haustið 2023 á leikskólaumhverfi Kópavogs hafa skilað árangri. Þjónustan er faglegri, stöðugri og betri. Ekki ríkir mannekla lengur á leikskólum Kópavogs og foreldrar geta betur treyst því að leikskólar séu ekki að loka sökum veikinda. Það er holur hljómur í málflutningi framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins þar sem órökstuddum fullyrðingum er slegið fram sem standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið stendur vörð um leikskólakerfið sem er grunnstoð jafnréttis! Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun