Hvað má mangó kosta? Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 30. ágúst 2024 14:02 Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Verslun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun