„Þetta er næsta skref“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:43 John Andrews, þjálfari Víkings, tók fullt af jákvæðum hlutum út úr 4-0 tapi sinna kvenna gegn Breiðablik. Vísir/Diego „Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira