Orri Steinn kynntur til leiks hjá Sociedad: Staðfest dýrasta sala í sögu FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 21:20 Orri Steinn er opinberlega orðinn leikmaður Real Sociedad. @RealSociedad FC Kaupmannahöfn hefur staðfest að landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hafi verið seldur til spænska efstu deildarliðsins Real Sociedad og hefur spænska liðið nú þegar kynnt hann til leiks. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt frá upphafi. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024 Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024
Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira