„Þýðir ekkert að keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 20:17 Hjónin ferðuðust fleiri þúsund kílómetra á rafmagnsbílnum um meginland Evrópu í sumar. Facebook „Það var margt sem kom skemmtilega á óvart en kannski annað sem olli mér vonbrigðum,“ segir Jean-Rémi Chareyre sem í sumar hélt í ferðalag ásamt eiginkonu sinni um Evrópu þar sem þau ferðuðust um átta þúsund kílómetra, án vandræða, á rafmagnsbíl. „Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi. Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi.
Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira