Sex gíslar fundust látnir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 08:39 Rachel Goldberg, móðir Hersh Goldberg-Polin sem fannst látinn í gær, mótmælti á föstudag yfir aðgerðarleysi ísraelskra stjórnvalda í að endurheimta gíslana sem Hamas rændu 7. október. Getty Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47
Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent