„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2024 16:19 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir bólusetningarátakið á Gasa gríðarerfitt og flókið verkefni. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. „Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr. Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr.
Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47