Húsnæði og verðbólga Runólfur Ágústsson skrifar 2. september 2024 15:31 Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Húsnæðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun