Elsti karlmaður landsins fallinn frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 16:33 Karl Sigurðsson. Vísir/Magnús Hlynur Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans. Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans.
Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira