„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 22:03 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. „Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“ Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira