Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:33 Morteza Mehrzad er 246 sentímetrar og því mun hærri en flestir liðsfélagar hans. Getty/Jens Büttner Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira