Viðskipti innlent

InfoMentor kaupir INNU og Völu

Atli Ísleifsson skrifar
Kristjana Sunna Erludóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar og Ingibjörg Edda Snorradóttir, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar ásamt Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og Johan Krantz, forstjóra InfoMentor.
Kristjana Sunna Erludóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar og Ingibjörg Edda Snorradóttir, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar ásamt Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og Johan Krantz, forstjóra InfoMentor. Advania

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu.

Í tilkynningu segir að með kaupunum taki InfoMentor yfir allar skuldbindingar Advania gagnvart viðskiptavinum þessara lausna og því starfsfólki sem þrói og þjónusti þessar lausnir. Alls muni tólk sérfræðingar Advania færast með lausnunum yfir til InfoMentor – stjórnendur, vörustjórar, og aðrir sérfræðingar í þróunar- og þjónustuteymi. 

„Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla og inniheldur m.a. kennslukerfi og nemendabókhald. Vala er lausn fyrir sveitarfélög sem nær yfir umsýslu leikskóla, skólamat, frístundastarf og vinnuskóla. 

Hugbúnaðarfyrirtækið InfoMentor var stofnað á Íslandi árið 1990 og er með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri og þróun hugbúnaðar og tæknilausna fyrir leik- og grunnskóla. Fyrirtækið og kerfið hefur þróast mikið á þessum tíma og hefur í dag hátt í milljón daglega notendur á Íslandi og í Svíþjóð. 

InfoMentor mun halda áfram þróun lausnanna tveggja og vinna náið með viðskiptavinum í að þróa áfram gæða kerfi í takt við þróun og þarfir markaðarins,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×