Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin Tatjana Latinovic skrifar 3. september 2024 10:03 Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kópavogur Leikskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar