Er bann við vopnaburði í þéttbýli ekki fyrsta skref? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. september 2024 12:02 Flestu hugsandi og ábyrgu fólki er löngu farið að blöskra þær tíðu og alvarlegu hnífstunguárásir, sem eru að eiga sér stað í okkar litla samfélagi. Hér er ekki bara verið að meiða og særa fólk, heldur myrða, eins og nýlegt dæmi sannar. Hvaða ófögnuður hefur eiginlega hlaupið okkar unga fólk, gripið það!? Í raun má líkja þessum hnífa- og vopnaburði við hálfgert æði, firringu, þar sem eðlilegri hugsun og skilningi á því, hvað er siðsöm og ábyrg framkoma, er varpað fyrir róða. Virðing við verðgildi lífs og lima annarra, velferð þeirra, fótum troðin. Stórt og vont skref aftur í tímann. Þar glittir í miðaldir. Í „gamla daga“ lentu menn oft í slagsmálum, ekki síst á fylliríi, og meiddu þá ribbaldar oft hvern annan og slösuðu. Var þetta auðvitað nógu ljótt og illt. Munurinn á því, sem þá var, og því, sem nú, er samt sá, að menn fóru í fyrndinni sjaldnast að heiman, á ball eða önnur mannamót, með þau áform í huga, undir það búnir, að meiða eða særa, limlesta, hvað þá drepa, Pétur eða Pál. Nú taka menn hníf, hnúajárn, eða bara skrúfujárn, til handargagns, koma þessu vel fyrir inni á sér, eða í bíl, með þeim skýra ásetningi, að, ef einhver leyfir sér að vera að ybbast eitthvað upp á viðkomandi, þó að ekki sé nema í orðum, þá skuli hann fá að kenna á því, hnífstunga í handlegg, búk eða háls, andlitsbein eða nef brotin með hnúajárni, eða skrúfujárn keyrt jafnvel í gegnum brjósthol og lungu. Skv. nýlegri frétt í MBL, voru útköll sérsveitarinnar, en hún er ekki kvödd til, nema að vopn séu í spilinu, 50 talsins allt árið 2013, en á síðasta ári, 2023, voru þau 461! Í frétt af viðtali við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, á RÚV, líka nú í júni, segir m.a. þetta: „Fjölnir segir að harka í samfélaginu hafi aukist og vopnaburður sé orðinn algengari, sem vitanlega hafi mikil áhrif á störf lögreglu og álag. Lögreglumenn eigi fyrst og fremst að huga að eigin öryggi og öryggi borgaranna. Þess vegna sé sérsveit kölluð út oftar en áður“. Líka þetta: „Fjölnir segir að hnífstungur hafi aukist og lögregla finni oft vopn í bílum sem hún stoppi. Það sé alltaf styttra í að vopnum sé beitt, gangi fólk með þau á sér, jafnvel þótt það segist aðeins eiga vopnin sér til varnar. Þetta sé áhyggjuefni“. RÚV átti líka viðtal við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, og í frétt af því segir m.a. þetta: „Vopnaburður og ofbeldi er að færast í aukana meðal ungs fólks á Íslandi. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, stóð ásamt fleirum fyrir könnun meðal ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem vopnaburður var meðal annars kannaður. Þegar börnin voru spurð hvers vegna þau beri vopn var algengasta ástæðan sjálfsvörn. Fæst þeirra ef nokkur ætluðu að nota vopnið til að ráðast á einhvern“. Þetta virðist sýna ljóst, að vítahringur sé að myndast meðal unglinga hér, hvað varðar vopnaburð. Fleiri og fleiri gangi út frá því, að aðrir beri vopn, og þessvegna telja þeir sig þurfa, að bera vopn sjálfir. Ég efast þó um, að þetta sé rétt heildarmynd. Skyldi enginn hafa vopnað sig til þess eins að geta ráðist á aðra, að fyrra bragði, án þess, að á hann sjálfan væri ráðist með vopnum!? Er þessi vopnaburður unglinga ekki líka, alla vega að nokkru leyti, hluti af einhverri ofbeldis- og drottnunarhneigð og ómenningu!? Nóg virðist vera af meiðingum, særingum og drápum, án þess, að fórnarlambið sjálft hafi beitt vopni. Ef ég skil atburðarásina á Menningarnótt rétt, réðist þar 16-ára unglingur á 2 óvopnaðar og varnarlausar stúlkur og óvopnaðan palestínskan dreng, sem öll voru að reyna að forða sér í bíl, virðist árásadrengur meira að segja hafa brotið rúðu í bílnum til að geta komið hnífstungum á þau, og það í slíkum mæli, að önnur stúlkan lézt. Raunar- og hörmungarsaga! Áfall! Þar með dettur auðvitað botninn nokkuð úr þeiri túlkun og fullyrðingu, að unglingar vopni sig bara í sjálfsvarnarskyni. Doktorinn talar um „viðeigandi úrræði“. Það eru mikið notuð orð, vinsæl og vel meint, en hver á að standa fyrir þeim úrræðum, hvernig á að fá vandræðagripina inn í þau og hvaðan eiga peningarnir að koma? Það er hætt við, að þessi leið, þó að sjálfsögð og góð kunni að vera, sé seinfarin og lagi fátt til skamms tíma. Það vantar líka „viðeigandi úrræði“ víða. Fyrir mér er hér engin leið fær og virk, nema afgerandi og skýrar aðgerðir, sem gripið verður til strax. Banna þarf vopnaburð hverskonar í þéttbýli, opinberlega, utan heimilis og vinnustaðar, með sérstakri áherzlu á samkomur og mannamót, skemmtistaði og skóla. Brot varði háum sektum, ég hefði lagt til 100.000 krónur. Sveitar- og bæjarfélög verða að standa fyrir slíku banni, og svo þyrfti dómsmálaráherra trúlega að koma að málinum með lagasetningu. Löggæzla yrði að vera svipuð og nú er varðandi bann við ölvunarakstri, vímuefnabrotum o.a.þ., nema hvað foreldrar, skólar, sveitarfélög og lögregla yrðu að stilla sig inn á sérstakt átak í byrjun, fyrstu misseri, banns. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotvopn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Flestu hugsandi og ábyrgu fólki er löngu farið að blöskra þær tíðu og alvarlegu hnífstunguárásir, sem eru að eiga sér stað í okkar litla samfélagi. Hér er ekki bara verið að meiða og særa fólk, heldur myrða, eins og nýlegt dæmi sannar. Hvaða ófögnuður hefur eiginlega hlaupið okkar unga fólk, gripið það!? Í raun má líkja þessum hnífa- og vopnaburði við hálfgert æði, firringu, þar sem eðlilegri hugsun og skilningi á því, hvað er siðsöm og ábyrg framkoma, er varpað fyrir róða. Virðing við verðgildi lífs og lima annarra, velferð þeirra, fótum troðin. Stórt og vont skref aftur í tímann. Þar glittir í miðaldir. Í „gamla daga“ lentu menn oft í slagsmálum, ekki síst á fylliríi, og meiddu þá ribbaldar oft hvern annan og slösuðu. Var þetta auðvitað nógu ljótt og illt. Munurinn á því, sem þá var, og því, sem nú, er samt sá, að menn fóru í fyrndinni sjaldnast að heiman, á ball eða önnur mannamót, með þau áform í huga, undir það búnir, að meiða eða særa, limlesta, hvað þá drepa, Pétur eða Pál. Nú taka menn hníf, hnúajárn, eða bara skrúfujárn, til handargagns, koma þessu vel fyrir inni á sér, eða í bíl, með þeim skýra ásetningi, að, ef einhver leyfir sér að vera að ybbast eitthvað upp á viðkomandi, þó að ekki sé nema í orðum, þá skuli hann fá að kenna á því, hnífstunga í handlegg, búk eða háls, andlitsbein eða nef brotin með hnúajárni, eða skrúfujárn keyrt jafnvel í gegnum brjósthol og lungu. Skv. nýlegri frétt í MBL, voru útköll sérsveitarinnar, en hún er ekki kvödd til, nema að vopn séu í spilinu, 50 talsins allt árið 2013, en á síðasta ári, 2023, voru þau 461! Í frétt af viðtali við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, á RÚV, líka nú í júni, segir m.a. þetta: „Fjölnir segir að harka í samfélaginu hafi aukist og vopnaburður sé orðinn algengari, sem vitanlega hafi mikil áhrif á störf lögreglu og álag. Lögreglumenn eigi fyrst og fremst að huga að eigin öryggi og öryggi borgaranna. Þess vegna sé sérsveit kölluð út oftar en áður“. Líka þetta: „Fjölnir segir að hnífstungur hafi aukist og lögregla finni oft vopn í bílum sem hún stoppi. Það sé alltaf styttra í að vopnum sé beitt, gangi fólk með þau á sér, jafnvel þótt það segist aðeins eiga vopnin sér til varnar. Þetta sé áhyggjuefni“. RÚV átti líka viðtal við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, og í frétt af því segir m.a. þetta: „Vopnaburður og ofbeldi er að færast í aukana meðal ungs fólks á Íslandi. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, stóð ásamt fleirum fyrir könnun meðal ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem vopnaburður var meðal annars kannaður. Þegar börnin voru spurð hvers vegna þau beri vopn var algengasta ástæðan sjálfsvörn. Fæst þeirra ef nokkur ætluðu að nota vopnið til að ráðast á einhvern“. Þetta virðist sýna ljóst, að vítahringur sé að myndast meðal unglinga hér, hvað varðar vopnaburð. Fleiri og fleiri gangi út frá því, að aðrir beri vopn, og þessvegna telja þeir sig þurfa, að bera vopn sjálfir. Ég efast þó um, að þetta sé rétt heildarmynd. Skyldi enginn hafa vopnað sig til þess eins að geta ráðist á aðra, að fyrra bragði, án þess, að á hann sjálfan væri ráðist með vopnum!? Er þessi vopnaburður unglinga ekki líka, alla vega að nokkru leyti, hluti af einhverri ofbeldis- og drottnunarhneigð og ómenningu!? Nóg virðist vera af meiðingum, særingum og drápum, án þess, að fórnarlambið sjálft hafi beitt vopni. Ef ég skil atburðarásina á Menningarnótt rétt, réðist þar 16-ára unglingur á 2 óvopnaðar og varnarlausar stúlkur og óvopnaðan palestínskan dreng, sem öll voru að reyna að forða sér í bíl, virðist árásadrengur meira að segja hafa brotið rúðu í bílnum til að geta komið hnífstungum á þau, og það í slíkum mæli, að önnur stúlkan lézt. Raunar- og hörmungarsaga! Áfall! Þar með dettur auðvitað botninn nokkuð úr þeiri túlkun og fullyrðingu, að unglingar vopni sig bara í sjálfsvarnarskyni. Doktorinn talar um „viðeigandi úrræði“. Það eru mikið notuð orð, vinsæl og vel meint, en hver á að standa fyrir þeim úrræðum, hvernig á að fá vandræðagripina inn í þau og hvaðan eiga peningarnir að koma? Það er hætt við, að þessi leið, þó að sjálfsögð og góð kunni að vera, sé seinfarin og lagi fátt til skamms tíma. Það vantar líka „viðeigandi úrræði“ víða. Fyrir mér er hér engin leið fær og virk, nema afgerandi og skýrar aðgerðir, sem gripið verður til strax. Banna þarf vopnaburð hverskonar í þéttbýli, opinberlega, utan heimilis og vinnustaðar, með sérstakri áherzlu á samkomur og mannamót, skemmtistaði og skóla. Brot varði háum sektum, ég hefði lagt til 100.000 krónur. Sveitar- og bæjarfélög verða að standa fyrir slíku banni, og svo þyrfti dómsmálaráherra trúlega að koma að málinum með lagasetningu. Löggæzla yrði að vera svipuð og nú er varðandi bann við ölvunarakstri, vímuefnabrotum o.a.þ., nema hvað foreldrar, skólar, sveitarfélög og lögregla yrðu að stilla sig inn á sérstakt átak í byrjun, fyrstu misseri, banns. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun