„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 12:36 Áslaug Arna segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leita aftur í ræturnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35