„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 12:36 Áslaug Arna segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leita aftur í ræturnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35