Allir í jólaskapi í Jólagarðinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2024 20:07 Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði, sem segir alltaf nóg að gera í garðinum og að sumarið hafi gengið einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi. Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira