Allt á suðupunkti í flokki utanríkisráðherrans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:10 Á myndinni má sjá Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og formann Moteraterne, á spjalli við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á óformlegum leiðtogafundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag fyrr á þessu ári. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Moteraterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur, er í krísu og hefur vinnustaðasálfræðingur verið kallaður til til að bregðast við eitraðri vinnustaðamenningu sem sögð er viðgangast innan flokksins. Þá hefur verið ákveðið að koma upp nafnlausu ábendingakerfi þar sem hægt verður að tilkynna um óæskilega háttsemi, áreitni eða ofbeldi í kjölfar hneykslismála sem upp hafa komið hjá flokknum. Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman. Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman.
Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira