Veljum íslenskuna Lísbet Einarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:33 Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun