Innlent

Á­kvörðun handan við hornið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar

Dómsmálaráðherra ætlar að tilkynna ákvörðun sína varðandi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara á allra næstu dögum. Þetta sagði hún eftir fund ríkisstjórnar í morgun.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022.

Helgi Magnús hefur brugðist illa við beiðninni, sagt lítinn sóma af framgöngu yfirmanns síns sem er álitamál hvort hafi vald til að áminna hann. Óvissan lítur að því að bæði Sigríður og Helgi Magnús eru skipuð í embætti af ráðherra. Þau hafa gegnt stöðum sínum síðan árið 2011.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur leitað sér ráðgjafar og sagst ekki ætla að taka afstöðu til þess fyrr en hún hafi aflað sér allra gagna. Hún hefur þó sagt ekkert álitamál að Sigríður sé yfirmaður Helga Magnúsar.

Hún var spurð að því í morgun hvort ákvörðun lægi fyrir í málinu.

„Nei, en það líður að því. Það verður væntanlega næstu daga.“


Tengdar fréttir

Fullviss að Guðrún standi með sér

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum.

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×