Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. september 2024 17:39 Sigtryggur Ari Jóhannsson Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira