Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent