„Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, segir að aðeins eitt stig gegn bikarmeisturum Vals á útivelli í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld hafi verið vonbrigði. „Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
„Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira